Verkefni

Tímaverkefni 11. sept.

Hagstofan

Til hvers er vefurinn?

Vefurinn er samansafn tölfræðilegra upplýsinga um íslenskt samfélag. Tilgangur hans er að veita megindlegar upplýsingar um sem flesta þætti samfélagsins. Upplýsingar er hægt að nota til rannsókna og ýmiskonar fræðistarfa. 

Hver eru lykilverkefni?

Lykilverkefni vefsins eru að birta tölulegar upplýsingar, huga að aðgengilegri framsetningu. Gagnagrunnur þar sem auðvelt er að leita eftir upplýsingum, vefurinn er notendavænn og vel skipulagður. Search bar í upphafi sem er þægilegt. Hagstofa Íslands rannsakar ýmsa þætti íslensks samfélags.

Markhópar?

Fjölmiðlar, fræðimenn, opinberir starfsmenn, aðrar opinberar stofnanir, fyrirtæki. Fólk sem hefur áhuga á fræðilegum og tölulegum upplýsingum, líklegast yfir þrítugt. Fjölmiðlafólk, fræðimenn og opinberir starfsmenn  að sækja sér upplýsingar. Hagstofa Íslands að rannsaka ýmsa þætti íslensks samfélags.

 Gera einn dæmigerðan notanda.

Halldór Jónsson, 36 ára. Giftur. Tvö börn. 
Ólst upp í Vesturbænum. Fór í Versló og þaðan í félagsfræði í Háskóla Íslands. Finnst auðvelt að aðlagast nýrri tækni. Fylgist með nýrri þróun í tæknigeiranum.  Vinnur hjá Ríkisútvarpinu. Helstu áhugamál: kvikmyndir, fótbolti. Metnaðarfullur í starfi sínu. Vill ekki þurfa að leita lengi á vefsíðum. 

Tímaerkefni 2 – 17. september

Vefstefna Royal Redhead vefsíðu minnar:

Markmið vefsins: Að gefa mína heiðarlega og vel rökstydda skoðun á ýmsar sagnfræðilegar skáldsögur, sagnfræðibækur, bíómyndir, þætti, o.fl. sem ég les um Túdor tímabilið sem og önnur tímabil í kringum 16. og 17. öld í Englandi. Ég er sjálf mikil áhugakona Túdor tímabilsins og því gæti mín gagnrýni á ýmsst efni tengt Túdor tímabilinu hjálpað öðru áhugafólki Túdor tímabilsins að velja hvaða efni þau vilja eyða sínum dýrmæta tíma í að horfa á eða lesa.

Einnig er markmið vefsins að birta áhugaverðar og skemmtilegar greinar tengdar Túdor tímabilinu fyrir áhugasama að lesa og viðtöl við aðra Túdor aðdáendur.

Fyrir hvern er vefurinn? Fólk sem hefur áhuga á Túdor tímabilinu og elskar að lesa.

Hvaða lykilverkefni á vefurinn að leysa? Hann á að veita notendum innsýn á ýmist efni tengt Túdor tímabilinu og t.d. hjálpa fólki að gera upp við sig hvort það leggi í að lesa/horfa á tiltekna bók/bíómynd um Túdor tímabilið. Einnig á vefurinn að stytta notendum stundir og næra áhuga þeirra á Túdor tímabilinu.

Tímaverkefni 2. okt.Ferð og Flæði

Hvað þarf hann að gera?

Hann þarf að fara inná vefinn, finna myndina sem hann vill sjá, velja tímasetningu og staðsetningu og geta ýtt á augljósan hnapp til að kaupa miðann.

Hann þarf að sjá hvar og hvenær bíómyndir eru sýndar.

Hvað þurfum við að gera svo að hann geti náð markmiði sínu?

Við verðum að hafa sýnilegt hvaða bíómyndir eru í boði og hafa leitarvél til að fletta upp sýningum.

Hafa þær myndir sem eru í sýningu þennan dag á forsíðu. 

Geta valið staðsetningu, tíma og tegund á forsíðu sem gefur upp þær myndir sem tengjast því.

Hvernig efni þurfum við að hanna og hvað þarf að vera til staðar fyrir notandann (flæði notanda)?

Okkur finnst mikilvægt að það sé hægt að sjá skýrt og greinilega hvaða tegund bíómyndin er (horror, gaman, rómantísk, spennu), hversu langar og einnig þarf að vera borðliggjandi hvað bíómiðinn kostar. Það væri þá sniðugt að vera með augljósan flipa efst á síðunni sem heitir t.d. “Verð” og þar myndi koma fram almennt miðaverð og hvort það séu einhver tilboð í gangi. Notandinn þarf einnig að geta horft á sýnishorn af bíómyndunum.

Það væri fínt að hafa flipa undir bíómyndunum með möguleika um tíma og stað t.d. sem notandinn getur valið um.

Tímaverkefni 23. okt

1.Flokkunaræfing

Flokkunaræfing er aðferð sem notuð er til að meta og skipuleggja efni, upplýsingar og uppbyggingu vefsíðu. Til að ná sem bestum árangri við notkun þessarar aðferðar er gott að fá að minnsta kosti um 30 manns til að taka þátt í flokkunaræfingunni. Þátttakendur eru fengnir til að flokka efni vefsíðunnar niður í flokka sem þeim finnst passa og jafnvel aðstoða við að gefa flokkunum nöfn. Þeir fá þá efni skrifaða niður á miða (getur verið á blaði eða í rafrænu formi eftir hentisemi) og raða þeim eftir flokkum. Það er hentugt að hafa góðan hóp af þátttakendum, eins og nefnt var áður, til að sjá hvort það sé einhvers konar hugsunarmynstur sameiginlegt á meðal þeirra. Þannig fær vefstjórinn betri sýn á hvernig hugsanlegir notendur hugsa, betri skilning á efni síðunnar og hugmynd um væntingar notenda. Þessi æfing hjálpar vefstjóra einnig að ákveða hvað eigi heima á vefsíðunni og hvað er óþarfi.

Til eru tvær gerðir af flokkunaræfingu: „opin“ (open card sort) og „lokuð“ (closed card sort). Það er munur á þeim og þarf stjórnandi æfingunnar að velja hvor leiðin henti betur fyrir vefsíðu sína. Muninn má sjá hér fyrir neðan:

Opin flokkunaræfing: Þátttakendur eru beðnir um að flokka efni út frá innihaldi vefsíðunnar og skipta þeim niður í „categoríur“ sem þeim finnst viðeigandi eða passa. Þátttakendur velja einnig nöfn á þessum flokkum/categoríum sem þeim finnst lýsa efni og innihaldi vefsíðunnar vel. Þessi „opna“ aðferð hjálpar vefstjóranum að læra inn á hvernig hugsanlegir notendur hugsa þar sem að þátttakendur búa til hópa og nöfn hópanna sjálfir.
Það getur verið mjög gagnlegt að sjá hvernig hugsanlegir notendur hugsa um innihald vefsins. Á meðan sumir myndu flokka til dæmis „ís“ í flokk sem heitir „mjólkurvörur“ myndu aðrir kannski flokka hann í flokk sem þeir nefna „eftirréttir“.

Lokuð flokkunaræfing: Ólíkt opinni flokkunaræfingu eru flokkarnir eða „categoríurnar“ sem efni út frá innihaldi vefsíðunnar er flokkað í fyrirfram ákveðnir. Þessi aðferð hentar vel ef vefstjóri hefur þegar „categoríur“ á vefsíðu sinni og langar að sjá hvernig hugsanlegir notendur flokka efni vefsíðunnar í fyrirfram ákveðnu „categoríurnar“.

Með því að kanna hvernig hugsanlegir notendur hugsa verður vefurinn einfaldari í notkun og einfaldara fyrir notendur að finna það sem þeir eru að leita að á vefnum. Það er lykilatriði að það sem notendur leitast eftir sé auðfundið.

2. Styttur texti

Glansmyndafólkið sem við elskum að hata

Hver veit nema sjálfsmyndarfólkið þurfi mest á stuðningi okkar að halda?

Kannski er hann með six-pakk þótt hann fari aldrei í ræktina. Kannski fær hún alltaf mörg hundruð læk, alveg sama hvað hún birtir lélegar myndir. Kannski er hún alltaf umvafin kláru og fallegu fólki sem þú vildir óska að þú þekktir. Kannski eru þau óþolandi fullkomin, með fullkomið líf og börn sem kúka aldrei á stofuteppið. Glansmyndafólkið.

Hagnast á vanlíðan þinni

Ýmis stórfyrirtæki notfæra sér gjarnan óraunhæfar fyrirmyndir til að græða, en samanburður “venjulegs” fólks við til dæmis Instagram stjörnur getur valdið minnimáttarkennd. Fólk með lélegt sjálfstraust er betri neytendur, því það reynir að kaupa sér lausnir í formi krema, megrunarlyfja og aðhaldsfatnaðar, svo dæmi séu nefnd. Ýmis stórfyrirtæki hagnast beinlínis á því að láta þér líða illa í eigin skinni.

Allt fyrir góða selfie

En víkjum okkur aftur að fullkomnu týpunni sem þú elskar að hata á samfélagsmiðlum. Hún er kannski ekki að reyna að selja þér neitt, en samt langar þig að kaupa þér annað líf eftir að hafa flett í gegnum albúmið hennar. Þess má geta að orðin „glansmyndir samfélagsmiðla“ skila hundruðum niðurstaðna á Google, með boðskap um að ekki sé allt gull sem glóir. Það er enginn með svona six-pakk, hann var bara með góða lýsingu og flottan filter. Hún keyrði kannski langleiðina upp fjallið og labbaði síðasta spölinn til að ná góðri selfie. Helvítis glansmyndafólkið.

Samhliða glansmyndunum eru margir að nota samfélagsmiðla til að sýna aðrar hliðar á mannlegri tilvist sem hingað til hefur verið hulin skömm eða þögn. Þannig hafa mikilvægar herferðir átt sér stað þar sem fólk hefur opnað sig um til dæmis geðsjúkdóma, til að draga úr fordómum og auka skilning. Sama má segja um #Metoo-byltinguna sem rauf þögnina um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem fyrri kynslóðir ýmist þögðu yfir. Allt er þetta gott og hjálpar okkur að sjá blæbrigðin í lífinu og breyta viðhorfum til hins betra.   

Þegar þögnin er betri kostur

Það eru þó ekki allir í aðstöðu til að opna sig um þær áskoranir sem við þeim blasa, sérstaklega ef það ógnar friðhelgi og einkalífi. Stelpu sem var nauðgað er beinlínis óheimilt að tala um það opinberlega, fyrir það gæti hún verið sökuð um ærumeiðingar. Strákur sem á bróður með hegðunarvandamál deilir engu um hversu flókið systkinasamband þeir eiga, af ótta við að draga úr framtíðar atvinnumöguleikum bróðurins.

Öll heyjum við bardaga

Sjálf er ég á samfélagsmiðlum og ég spurði fylgjendur mína á Instagram hvað þeim fyndist um glansmyndafólkið. Þá svaraði mér kona og sagði hún frá lífi sínu sem einkenndist af stöðugum ótta, áhyggjum og þunglyndi. Sálfræðingurinn hennar hefði ráðlagt henni að vega upp á móti þessu með því að finna jákvæða fleti tilverunnar og einbeita sér að þeim. Þessum litlu augnablikum og jákvæðum flötum tilverunnar safnaði konan samviskusamlega á síðuna sína, eins og til að púsla saman eigin geðheilsu. „Ég bjó til glansmynd,“ sagði hún, „en ekki til að vekja öðrum öfund, heldur til að vekja sjálfri mér von um að lífið sé þess virði að lifa því, þrátt fyrir allt.“

Öll erum við að heyja bardaga sem aðrir vita lítið sem ekkert um – og varðar ekkert um. Við skuldum engum að segja alla sögu okkar, alltaf, alls staðar. Í heimi þar sem við getum verið hvað sem er, verum góð við hvert annað, líka við glansmyndafólkið. Hver veit nema einmitt þau þurfi mest á því að halda.